Hreinn Ingi Örnólfsson hefur skrifað undir tveggja ára samning um að leika með Þrótti Vogum 2023 & 2024.
Hreinn verður spilandi aðstoðarþjálfari og verður Brynjari Þór Gestssyni við þjálfun liðsins. Hreinn er með B.S.-gráðu í íþróttafræði og er að klára meistaragráðu í mannauðsstjórnun.
Þrátt fyrir að verða aðeins þrítugur á þessu ári er Hreinn margreyndur varnarmaður og hefur leikið með Þrótti Reykjavík um langt árabil, áður en hann tók sér stutt hlé frá knattspyrnuiðkun eða þar til hann kláraði seinni hluta með KV í Lengjudeildinni síðasta sumar.
„Með uppeldisklúbbnum Þrótti Reykjavík hefur Hreinn leikið vel á annað hundruð deildar- og bikarleiki og marga þeirra sem fyrirliði liðsins,“ segir í tilkynningu Þróttar.