fbpx
Sunnudagur 17.nóvember 2024
433Sport

Henry Birgir hneykslaður á símtalinu sem breytti öllu – „Þau fórna öllu og eyðileggja fyrir stráknum, þetta er svo galið“

433
Sunnudaginn 8. janúar 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henry Birgir Gunnarsson settist í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut alla föstudaga. Þar var einnig Hörður Snævar Jónsson, fréttastjóri íþróttafrétta á Torgi.

Það kom í ljós hreint lygileg saga á dögunum þegar Claudio Reyna og eiginkona hans Danielle viðurkenndu að hafa látið knattspyrnusamband Bandaríkjanna vita af ofbeldi sem Gregg Berhalter landlsiðsþjálfari Bandaríkjanna beitti eiginkonu sína fyrir 31 ári. Allt kom það til vegna þess að sonur þeirra, Giovanni Reyna var í aukahlutverki hjá Bandaríkjunum á HM í Katar.

Claudio og Danielle eru miklir vinir landslisðþjálfarans.

„Þetta er lygileg saga. Hann er í byrjun látinn vita að hann verði í einhverju aukahlutverki. Þá fer mamma bara í símann og hringir í formanninn og spyr hvað sé í gangi,“ segir Hörður.

„Þegar mótinu er lokið fer Berhalter á ráðstefnu þar sem hann er að ræða við mann og annan um að hann hafi verið að spá í að senda einn leikmann heim af mótinu, sem var Gio Reyna. Samdægurs tekur Danielle upp símann og hringir í formanninn og segir frá því að árið 1991 hafi Berhalter ráðist á konuna sína, sparkað í hana á bar eftir eitthvað ölæði.

Að mamma fullorðins atvinnumanns í fótbolta, sem leikur fyrir Borussia Dortmund, hann verður brennimerktur allan sinn feril.“

Henry var steinhissa.

„Þau eru búin að vera vinir í 30 ár. Þau fórna öllu og eyðileggja fyrir stráknum, þetta er svo galið.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Inesta keypti félag í Skandinavíu

Inesta keypti félag í Skandinavíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands gegn Svartfjallalandi – Aron Einar með bandið

Byrjunarlið Íslands gegn Svartfjallalandi – Aron Einar með bandið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brottför Ten Hag hefur engin áhrif á framhaldið – Vill fá tækifæri undir Amorim

Brottför Ten Hag hefur engin áhrif á framhaldið – Vill fá tækifæri undir Amorim
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Niðurbrotin eftir eitt framhjáhald en fékk nóg eftir það seinna: Heimtar skilnað frá stórstjörnunni – ,,Eitt það versta sem ég gat ímyndað mér“

Niðurbrotin eftir eitt framhjáhald en fékk nóg eftir það seinna: Heimtar skilnað frá stórstjörnunni – ,,Eitt það versta sem ég gat ímyndað mér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Willum rifjar upp lygilega sögu af Arnari – „Það voru engin svipbrigði frá mér, ég lét sem þetta hefði ekki gerst“

Willum rifjar upp lygilega sögu af Arnari – „Það voru engin svipbrigði frá mér, ég lét sem þetta hefði ekki gerst“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

39 ára Ronaldo skoraði með bakfallspyrnu – Sjáðu markið

39 ára Ronaldo skoraði með bakfallspyrnu – Sjáðu markið
Hide picture