fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
433Sport

Henry Birgir hneykslaður á símtalinu sem breytti öllu – „Þau fórna öllu og eyðileggja fyrir stráknum, þetta er svo galið“

433
Sunnudaginn 8. janúar 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henry Birgir Gunnarsson settist í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut alla föstudaga. Þar var einnig Hörður Snævar Jónsson, fréttastjóri íþróttafrétta á Torgi.

Það kom í ljós hreint lygileg saga á dögunum þegar Claudio Reyna og eiginkona hans Danielle viðurkenndu að hafa látið knattspyrnusamband Bandaríkjanna vita af ofbeldi sem Gregg Berhalter landlsiðsþjálfari Bandaríkjanna beitti eiginkonu sína fyrir 31 ári. Allt kom það til vegna þess að sonur þeirra, Giovanni Reyna var í aukahlutverki hjá Bandaríkjunum á HM í Katar.

Claudio og Danielle eru miklir vinir landslisðþjálfarans.

„Þetta er lygileg saga. Hann er í byrjun látinn vita að hann verði í einhverju aukahlutverki. Þá fer mamma bara í símann og hringir í formanninn og spyr hvað sé í gangi,“ segir Hörður.

„Þegar mótinu er lokið fer Berhalter á ráðstefnu þar sem hann er að ræða við mann og annan um að hann hafi verið að spá í að senda einn leikmann heim af mótinu, sem var Gio Reyna. Samdægurs tekur Danielle upp símann og hringir í formanninn og segir frá því að árið 1991 hafi Berhalter ráðist á konuna sína, sparkað í hana á bar eftir eitthvað ölæði.

Að mamma fullorðins atvinnumanns í fótbolta, sem leikur fyrir Borussia Dortmund, hann verður brennimerktur allan sinn feril.“

Henry var steinhissa.

„Þau eru búin að vera vinir í 30 ár. Þau fórna öllu og eyðileggja fyrir stráknum, þetta er svo galið.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah elskar sunnudaga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik í gær – Liðsfélagi Alberts hneig til jarðar

Óhugnanlegt atvik í gær – Liðsfélagi Alberts hneig til jarðar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Sigmar lenti í ömurlegri uppákomu í Manchester í gær – „Mjög stoltir af sjálfum sér, þessar litlu sálir“

Myndband: Sigmar lenti í ömurlegri uppákomu í Manchester í gær – „Mjög stoltir af sjálfum sér, þessar litlu sálir“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arteta vonsvikinn og reiður

Arteta vonsvikinn og reiður
433Sport
Í gær

England: Newcastle vann Forest í svakalegum leik

England: Newcastle vann Forest í svakalegum leik
Hide picture