Hinn 15 ára Chris Rigg fékk tækifæri með liði Sunderland í enska bikarnum í gær gegn Shrewsbury.
Þetta var fyrsti leikur Rigg fyrir aðallið Sunderland sem er skiljanlegt enda aðeins 15 ára gamall.
Rigg þykir vera einn efnilegasti leikmaður Bretlands og er á óskalista Manchester United.
Rigg hefur verið fyrirliði U16 landsliðs Englands og er nú yngsti útileikmaður í sögu Sunderland.
Innkoma Rigg hjálpaði Sunderland að næla í sigur en hann kom inná á 81. mínútu í stöðunni 1-0 fyrir Shrewsbury en það fyrrnefnda endaði á að vinna leikinn 2-1.