Það eru margir stórkostlegir leikmenn sem verða samningslausir í sumar og mega ræða við önnur félög í janúar.
Allir þessir leikmenn verða samningslausir í júlí en búast má við að töluvert af þeim skrifi undir framlengingu.
Það stöðvar þó ekki önnur félög í að opna viðræður og gætum við átt von á mörgum óvæntum skiptum næsta sumar.
Leikmenn eins og Lionel Messi, Karim Benzema, N’Golo Kante og Marcus Rashford eru allir að renna út á samningi.
Hér má sjá lista yfir stjörnurnar sem mega ræða við ný lið.
Lionel Messi | Sóknarmaður | PSG
Karim Benzema | Sóknarmaður | Real Madrid
N’Golo Kante | Miðjumaður | Chelsea
Marcus Rashford | Sóknarmaður | Manchester United
Youri Tielemans | Miðjumaður| Leicester City
Sergio Busquets | Miðjumaður | Barcelona
Jorginho | Miðjumaður | Chelsea
Ilkay Gundogan | Miðjumaður | Manchester City
Toni Kroos | Miðjumaður | Real Madrid
Roberto Firmino | Sóknarmaður | Liverpool
Luka Modric | Miðjumaður | Real Madrid
Naby Keita | Miðjumaður | Liverpool
Zlatan Ibrahimovic | Sóknarmaður | AC Milan
Marco Reus | Sóknarmaður | Borussia Dortmund