Það er ljóst að Roberto Martinez er sá sem mun taka við portúgalska landsliðinu sem hefur leitað að þjálfara undanfarið.
Frá þessu greinir David Ornstein hjá the Athletic en Martinez er búinn að ná munnlegu samkomulagi við Portúgal.
Hann verður eftirmaður Fernando Santos sem vann EM með liðinu árið 2016.
Gengið á HM í Katar í fyrra var þó ekki nógu gott og ákvað Santos að stíga til hliðar í kjölfarið.
Martinez er 49 ára gamall en hann var áður landsliðsþjálfari Belgíu en kvaddi sjálfur einnig eftir HM.