Manchester United hefur staðfest komu Jack Butland til félagsins.
Butland er 29 ára gamall markvörður og kemur á láni frá Crystal Palace. Hann mun, ásamt Tom Heaton, veita aðalmarkverðinum David De Gea samkeppni um markvarðarstöðuna á Old Trafford.
Butland hefur spilað 87 leiki í ensku úrvalsdeildinni og á hann níu A-landsleiki að baki fyrir Englands hönd.
„Þetta er stórkostlegur klúbbur sem ég er stoltur af því að vera hluti af. Ég hlakka mjög til að vinna með ótrúlegum hópi markvarða,“ segir Butland við heimasíðu United.
„Ég hef spilað gegn De Gea og verið með Tom Heaton hjá enska landsliðinu og þeir eru í hæsta klassa.“
Welcome to United, @JackButland_One ✍️🔴#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) January 6, 2023