Manchester United leitar þessa dagana að nýjum varamarkverði í kjölfar þess að lánssamningur Martin Dubravka rann sitt skeið.
Dubravka er farinn aftur til Newcastle, sem á leikmanninn.
Kappinn lék tvo leiki með Untied á tíma sínum á Old Trafford. Báðir komu í enska deildabikarnum.
Nú horfir United til Jack Butland hjá Crystal Palace.
Butland þótti eitt sinn mikið efni en hann er nú 29 ára gamall. Hann er varaskeifa hjá Crystal Palace.
Dean Henderson hefur verið varaskeifa David De Gea undanfarin tímabil. Hann er nú á láni hjá Nottingham Forest.
Manchester United in talks over a deal for Crystal Palace goalkeeper Jack Butland to arrive as back-up following end of Martin Dubravka's loan. More on @TeleFootball soon #MUFC #CPFC
— Mike McGrath (@mcgrathmike) January 4, 2023