Það er ólíklegt að Jude Bellingham yfirgefi Borussia Dortmund strax í janúarglugganum.
Bellingham er aðeins nítján ára gamall en er einn mest spennandi leikmaður heims.
Kappinn er nú þegar einn besti leikmaður enska landsliðsins og algjör lykilmaður á miðjunni hjá Dortmund.
Dortmund vill halda honum hjá sér fram á næsta sumar. Þá verður félagið líklega til í að samþykkja tilboð sem hljóðar upp á 120 milljónir evra eða meira í Bellingham.
Hins vegar gæti Dortmund íhugað tilboð í janúar ef þau hljóða upp á 150 milljónir evra eða meira.
Það er langlíklegast sem stendur að Bellingham fari til Real Madrid eða Liverpool.
Spænska blaðið AS sagði frá því í gær að hann ætli sér að setjast niður með æðstu mönnum Dortmund á næstunni og tjá þeim að hann vilji fara næsta sumar.
Re: Bellingham
No signs suggesting that Dortmund will let him go this winter.
An insider telling me though
«For 150 million Euro they could get weak»
and
«He will be sold in the summer, they (Dortmund) would accept 120 million Euro»
— Jan Aage Fjørtoft 🏳️🌈 🇳🇴 💛💙 (@JanAageFjortoft) January 3, 2023