Cristiano Ronaldo gekk á dögunum í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu.
Hann gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu. Samningi hans við Manchester United hafði verið rift í nóvember á síðasta ári.
Ronaldo fær um 173 milljónir punda á ári hjá Al-Nassr þegar auglýsingasamningar og annað er tekið inn í myndina.
Kappinn, sem er orðinn 37 ára gamall, gerir tveggja og hálfs árs samning við Al-Nassr.
Það á enn eftir að kynna Ronaldo fyrir stuðningsmönnum. Fyrst þurfti að klára seinni hluta læknisskoðunar, sem var algjört formsastriði.
Ronaldo greindi hins vegar frá því á Instagram fyrir skömmu að henni væri lokið.
Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að hann verði kynntur til leiks.