fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
433Sport

Ronaldo enn langt frá því að vera ríkastur í boltanum – 24 ára gamall drengur rústar honum

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo gekk á dögunum í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu.

Hann gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu. Samningi hans við Manchester United hafði verið rift í nóvember á síðasta ári.

Ronaldo fær um 173 milljónir punda á ári hjá Al-Nassr þegar auglýsingasamningar og annað er tekið inn í myndina.

Kappinn, sem er orðinn 37 ára gamall, gerði tveggja og hálfs árs samning við Al-Nassr.

Þrátt fyrir að Ronaldo sé ansi vel settur peningalega og enn betur með nýjum samningi í Mið-Austurlöndum er hann langt frá því að vera ríkasti knattspyrnumaður heims.

Faiq Bolkiah er nefnilega metinn á 13 milljarða punda, sem er um fimmtán sinnum meira en Ronaldo.

Hinn 24 ára gamli Faiq er meðlimur konungsfjölskyldunnar af Brúnei og er einn af erfingjum Hassanal Bolkiah, leiðtogum þjóðarinnar.

Faiq var hjá Southampton, Chelsea og Leicester í yngri flokkum en í dag leikur hann með Chonburi á Tælandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sigur og tap hjá Íslandi

Sigur og tap hjá Íslandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Smella þessum verðmiða á Delap fyrir sumarið – Chelsea og United áhugasöm

Smella þessum verðmiða á Delap fyrir sumarið – Chelsea og United áhugasöm
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir áhugaverða helgi á Englandi – Liverpool gjörsigrar deildina og United endar rétt fyrir ofan fallsvæðið

Ofurtölvan stokkar spilin eftir áhugaverða helgi á Englandi – Liverpool gjörsigrar deildina og United endar rétt fyrir ofan fallsvæðið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Salah elskar sunnudaga

Salah elskar sunnudaga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik í gær – Liðsfélagi Alberts hneig til jarðar

Óhugnanlegt atvik í gær – Liðsfélagi Alberts hneig til jarðar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Sigmar lenti í ömurlegri uppákomu í Manchester í gær – „Mjög stoltir af sjálfum sér, þessar litlu sálir“

Myndband: Sigmar lenti í ömurlegri uppákomu í Manchester í gær – „Mjög stoltir af sjálfum sér, þessar litlu sálir“