Í morgun fóru af stað sögur þess efnis að Christopher Nkunku myndi ganga til liðs við Chelsea næsta sumar og að hann hafi þegar farið í læknisskoðun.
Nkunku er 24 ára gamall og er á mála hjá RB Leipzig í Þýskalandi.
Nú hafa tveir virtir blaðamenn í knattspyrnuheiminum, Christian Falk hjá BILD og Matt Law hjá Telegraph, tekið undir að Nkunku sé á leið til Chelsea og að hann hafi þegar gengist undir læknisskoðun.
Það bendir því allt til þess að Frakkinn sé á leið til Lundúna næsta sumar. Hann er með klásúlu í samningi sínum við Leipzig, sem gerir honum kleift að fara fyrir 60 milljónir evra.
Nkunku hefur verið á mála hjá Leipzig síðan 2019. Hann kom frá Paris Saint-Germain í heimalandinu, en hann er uppalinn hjá Parísarfélaginu.