Gunnar Heiðar Þorvaldsson mun hætta sem þjálfari Vestra í Lengjudeild karla eftir tímabilið.
Gunnar tók við liði Vestra snemma á árinu, þegar Jón Þór Hauksson fór til ÍA.
Vestri er í áttunda sæti Lengjudeildarinnar fyrir lokaumferðina á laugardag.
Yfirlýsing Vestra
Stjórn Knd. Vestra og Gunnar Heiðar Þorvaldsson hafa komist að þeirri sameiginlega ákvörðun að Gunnar Heiðar láti af störfum þegar núverandi tímabili líkur.
Gunnar Heiðar kom inn í starfið á erfiðum tímapunkti í vor og hefur staðið sig vel í öllum störfum fyrir félagið.
Knattspyrnudeild vill þakka Gunnari fyrir vel unnin störf og óskar honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í næstu verkefnum.
F.h. Knd. Vestra
Samúel S. Samúelsson