Ítalska fjölmiðlakonan Diletta Leotta lofaði fyrir leik Bayern Munchen og Barcelona í gær að hún myndi heimsækja heimavöll síðarnefnda liðsins nakin ef það myndi sigra með þremur mörkum.
Leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær lauk með 2-0 sigri Bayern. Leotta þarf því ekki að fara nakin á Nývang.
Börsungar óðu í færum í fyrri hálfleiknum í gær en nýttu þau ekki. Þeim var refsað snemma í seinni hálfleik þegar Lucas Hernandez og Leroy Sane skoruðu fyrir Bayern.
Leotta er afar vinsæl fjölmiðlakona. Þá er hún einnig fyrirsæta. Hún heldur með Barcelona.
Hún hefur einnig vakið mikla athygli fyrir útlit sitt.