Í morgun var sagt frá því að Heimir Hallgrímsson væri á leið til Jamaíka að taka við landsliðinu þar, samkvæmt fjölmiðlum í landinu.
Sjá einnig: Heimir að taka við landsliðið Jamaíka
Heimir var síðast þjálfari katarska félagsins Al-Arabi en hann yfirgaf liðið á síðasta ári og hefur undanfarið verið ráðgjafi Hermanns Hreiðarssonar hjá ÍBV í Bestu deild karla.
Samkvæmt heimildum 433.is er Heimir þessa stundina staddur á Keflavíkurflugvelli, þaðan sem hann mun ferðast til Jamaíka.
Það er ekki allt frágengið á milli Heimis og knattspyrnusambands Jamaíka en viðræður eru langt á veg komnar.
Jamaíka er í 62. sæti á styrkleikalista FIFA, einu sæti fyrir ofan Ísland.