Willian er mættur til Fulham og hefur skrifað undir eins árs samning.
Félagaskiptaglugganum verður skellt í lás klukkan 22 í kvöld og eru félög að vinna í því að styrkja sig á síðustu stundu.
Auk Willian er Fulham að fá Laywin Kurzawa, vinstri bakvörð Paris Saint-Germain, lánaðan út tímabilið.
Willian er með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa leikið um árabil með Chelsea. Þá var hann á mála hjá Arsenal á þarsíðustu leiktíð.
Brasilíumaðurinn 34 ára gamli kemur frá Corinthians, þar sem samningi hans var rift á dögunum.
Willian has just signed the contract as new Fulham player. Done deal completed — follows Kurzawa and Bamba Dieng who’re joining the club. 🚨⚪️⚫️ #DeadlineDay pic.twitter.com/zOZpXF0dJW
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2022