Manchester United mun að öllum líkindum ekki bæta við sig fleiri leikmönnum áður en félagaskiptaglugganum verður skellt í lás í kvöld. Það er Sky Sports sem segir frá þessu.
Kaupin á Antony voru staðfest í morgun og þá er tímaspursmál hvenær markvörðurinn Martin Dubravka kemur frá Newcastle. Fleiri leikmenn fær United hins vegar ekki.
Hvað brottfarir leikmanna varðar hefur Aaron Wan-Bissaka verið orðaður burt frá United. Það er þó ólíklegt að verði af því.
Þá heldur sagan endalausa um Cristiano Ronaldo áfram. Hann hefur verið orðaður frá United í allt sumar. Svo virðist sem að hann muni ekki ná því í gegn.
United mætir Leicester í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og er Ronaldo í áætlunum Erik ten Hag fyrir þann leik.