fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
433Sport

Nýjar fregnir frá Villa ýta undir orðróma um að Luiz fari til Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 1. september 2022 10:43

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sky Sports og David Ornstein greindu í morgun frá því að forráðamenn Arsenal íhugi nú kaup á Douglas Luiz, miðjumanni Aston Villa en sá skoraði einmitt í viðureign liðanna í gær sem lauk með 2-1 sigri Arsenal. Luiz skoraði beint úr hornspyrnu.

Talið er að Arsenal myndi þurfa að bjóða í kringum 20 milljónir punda í leikmanninn en miðsvæðið hjá Arsenal hefði gott af því að fá auka breidd. Samningur Luiz rennur út eftir yfirstandandi tímabil.

Luiz er 24 ára gamall miðjumaður frá Brasilíu upphafleg staða Aston Villa var sú að leikmaðurinn myndi ekki fara frá félaginu í glugganum en hann er sjálfur sagður hafa þrýst á félagið og greint forráðamönnum þess frá því að hann vildi fara.

Fabrizio Romano segir frá því að það verði ekkert vandamál fyrir Arsenal að semja við leikmanninn sjálfan. Það þarf aðeins að semja við Aston Villa um kaupverð.

Aston Villa vill þá fá Leander Dendoncker, miðjumann Wolves. Ýtir það undir orðróma um að Luiz sé á leið til Arsenal.

Uppfært 10:56 – Denconker er að ganga til liðs við Villa og mun gangast undir læknisskoðun síðar í dag. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot hafði lítinn áhuga á spurningunni: ,,Heldurðu í alvörunni að ég muni segja ykkur það?“

Slot hafði lítinn áhuga á spurningunni: ,,Heldurðu í alvörunni að ég muni segja ykkur það?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Salah kom mörgum á óvart með þessu svari – ,,Við erum mjög góðir vinir“

Salah kom mörgum á óvart með þessu svari – ,,Við erum mjög góðir vinir“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu boltann sem hefur fengið mikið lof – Verður notaður á þessu ári

Sjáðu boltann sem hefur fengið mikið lof – Verður notaður á þessu ári
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot hissa eftir spurningu blaðamanns: ,,Nei ég er ekki að íhuga það“

Slot hissa eftir spurningu blaðamanns: ,,Nei ég er ekki að íhuga það“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Salah kveður Liverpool
433Sport
Í gær

Hefja viðræður við United um leikmann liðsins

Hefja viðræður við United um leikmann liðsins
433Sport
Í gær

United tekur ákvörðun varðandi Maguire – Amorim segir hann þurfa að bæta þetta

United tekur ákvörðun varðandi Maguire – Amorim segir hann þurfa að bæta þetta