Martin Dubravka hefur skrifað undir hjá Manchester United.
Hinn 33 ára gamli Dubravka kemur frá Newcastle. Hann skrifar undir eins árs lánssamning, en United á möguleika á að kaupa hann næsta sumar.
Slóvakinn hefur verið á mála hjá Newcastle síðan 2018. Hann á ekki möguleika á að vera aðalmarkvörður þar núna þar sem Nick Pope er mættur.
Hlutverk Dubravka verður að veita David De Gea samkeppni um aðalmarkvarðarstöðuna hjá United.
Martin Dubravka has just signed the contract as new Manchester United player. Done deal, loan with option from Newcastle. 🚨🔴✅ #MUFC #DeadlineDay pic.twitter.com/EV7wyZTveX
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2022