Manchester City er byrjað að bæta við leikmannahóp sinn á gluggadeginum. Liðið hefur tilkynntu m komu varnarmannsins Manuel Akanji frá Borussia Dortmund.
Akanji skrifar undir fimm ára samning við Manchester City. Hann er 27 ára gamall miðvörður sem á að baki 41 leik fyrir svissneska landsliðið. Hjá Manchester City hittir hann fyrir fyrrum liðsfélaga sinn, Erling Braut Haaland.
„Ég er hæstánægður með að vera kominn til Manchester City og get ekki beðið eftir því að hefjast handa. City hefur verið eitt besta lið Evrópu síðustu ár. Það er frábært að horfa á liðið spila og það berst um alla titla. Fyrir mér er þetta fullkomið næsta skref á ferlinum,“ sagði Akanji eftir að hafa skrifað undir samning við Manchester City.
We are delighted to announce we have completed the signing of Manuel Akanji from Borussia Dortmund! ✍️
Read more ⤵️
— Manchester City (@ManCity) September 1, 2022