Hector Bellerin, hægri bakvörður Arsenal, færist nær Barcelona.
Bellerin hefur samið um eigin kaup og kjör við Börsunga. Aðeins á eftir að semja um riftun á samningi hans við Arsenal.
Bellerin er 27 ára gamall og er uppalinn hjá Barcelona. Hann kom hins vegar inn í unglingastarf Arsenal aðeins sextán ára gamall.
Nú er ekki ólíklegt að hann sé að snúa aftur á heimaslóðir.
Bellerin lék með Real Betis á síðustu leiktíð, á láni frá Arsenal.
Hector Bellerín has agreed personal terms with Barcelona. Contract now ready — deal only depends on Barça decision now as Arsenal are ready to terminate the contract. 🚨🔴 #FCB #DeadlineDay pic.twitter.com/AAsZcXkS1F
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2022