Josko Gvardiol hefur gert nýjan samning við RB Leipzig og fer því ekki til Chelsea áður en félagaskiptaglugganum verður skellt í lás á miðnætti.
Tilboði Chelsea upp á 90 milljónir evra var í gær hafnað af Leipzig.
Miðvörðurinn ungi hefur nú skrifað undir hjá Leipzig til ársins 2027.
Samkvæmt Fabrizio Romano er þó ekki útilokað að Chelsea fái Gvardiol í næstu félagaskiptagluggum. Viðræður muni halda áfram í janúar.
Gvardiol er tuttugu ára gamall Króati, sem hefur verið á mála hjá Leipzig síðan í fyrra.
Official. Josko Gvardiol extends his contract with RB Leipzig until June 2027 — as Chelsea €90m bid has been turned down yesterday. No time to complete the agreement. 🚨🔴 #DeadlineDay
Talks for Gvardiol to Chelsea/2023 will continue in January.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2022