Fulham er að sigra kapphlaupið um Daniel James, kantmann Leeds.
James hefur verið orðaður við Tottenham undanfarið en svo bættust nýliðar Fulham í kapphlaupið. Nú virðast þeir ætla að hafa betur.
Hinn 24 ára gamli James mun ganga í raðir Fulham á láni út þessa leiktíð.
James kom til Leeds fyrir ári síðan frá Manchester United.
Velski landsliðsmaðurinn hefur spilað fjóra af fimm leikjum Leeds það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Þeir verða þó ekki fleiri í bili.