Félagaskiptasérfræðingurinn virti Fabrizio Romano hefur staðfest að Frenkie de Jong verði áfram hjá Barcelona.
De Jong var orðaður við Manchester United í allt sumar. Þá var Chelsea einni nefnt til sögunnar.
Barcelona var til í að selja leikmanninn vegna fjárhagsvandræða.
Hollenski miðjumaðurinn komst hins vegar aldrei nálægt því að fara þar sem hann vill aðeins vera áfram hjá Barcelona. Áhugi United og seinna meir Chelsea heillaði kappann aldrei.
De Jong er á sínu fjórða tímabili með Barcelona. Hann kom frá Ajax árið 2019.