Pierre-Emerick Aubameyang og Chelsea hafa komist að samkomulagi um kaup og kjör leikmannsins.
Aubameyang hefur verið sterklega orðaður við Chelsea undanfarið. Nú á enska félagið aðeins eftir að ná samkomulagi við Barcelona, félag leikmannsins.
Það er líklegt að það samkomulag náist á næstunni.
Ef það gerist mun Aubameyang skrifa undir samning til tveggja ára hjá Chelsea, með möguleika á eins árs framlengingu.
Gabonmaðurinn hefur verið á mála hjá Barcelona síðan í janúar, hann kom þangað frá Arsenal.
Full agreement now sealed between Pierre Aubameyang, his camp and Chelsea on the contract: 2 year deal plus 1 option. It was almost agreed two weeks ago and now sealed. 🚨🔵 #CFC
Chelsea and Barça are now working to get the deal done as soon as possible. Talks still ongoing. pic.twitter.com/V2mkJPW2ZZ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2022