Liverpool er að nálgast kaup á Arthur Melo frá Juventus.
Enska félagið sárvantar styrkingu á miðjuna og verður Arthur að öllum líkindum lausnin við því.
Búið er að semja við leikmanninn um kaup og kjör og eiga félögin nú aðeins eftir að ná saman.
Talið er að Arthur fari í læknisskoðun hjá Liverpool síðar í dag.
Brasilíumaðurinn hefur verið á mála hjá Juventus í tvö ár en þar áður var hann hjá Barcelona.
Hér má lesa helstu tíðindi gluggadags.
Liverpool are closing in on deal to sign Arthur Melo from Juventus. Full agreement on the salary, work now in progress for medical later today as per @DiMarzio. 🚨🔴🇧🇷 #LFC
Clubs discussing final details in order to get it done soon. pic.twitter.com/XKbwU4nRIN
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2022