Ensk götublöð loga nú í morgunsárið eftir að Davide Sanclimenti, sem nýverið sigraði Love Island með kærustu sinni Ekin-Su Cülcüloğlu, var myndaður fara í leigubíl með tveimur íslenskum konum í London í fyrrakvöld.
Samkvæmt The Sun heita íslenskur konurnar Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Aníta Gunnarsdóttir. Þá er greint frá því að Matthildur birti myndefni af Davide, 27 ára, í story á Instagram fyrr um kvöldið, en þau höfðu öll verið að horfa á bardaga með bresku raunveruleikastjörnunni og rapparanum KSI í O2 Arena.
Sjá einnig: Tvær íslenskar stúlkur í hringiðu meints Love Island-drama
Aníta þekkir sviðsljósið hjá breskum blöðum en miðlarnir rifja það upp að hún var einnig í svipaðri hringiðu árið 2020 þegar hún átti í samskiptum við knattspyrnustjörnunnar Mason Greenwood og Phil Foden hér á landi.
Þá heimsótttu tvær íslenskar stúlkur hótel enska landsliðsins, þær Nadía Sif Líndal og Lára Clausen, og allt fór í háaloft vegna þess. Þrátt fyrir að Aníta hafi ekki heimsótt knattspyrnustjörnunnar varð símtal hennar þó umfjöllunarefni breskra miðla.
Hneykslið snerist um að Foden og Greenwood buðu tveimur íslenskum stúlkum upp á hótelið sitt eftir leik Englands og Íslands á Laugardalsvelli. Í gangi voru strangar sóttvarnarreglur sem þeir brutu með því að fá stúlkurnar í heimsókn á Hótel Sögu.
Báðir voru reknir úr enska landsliðinu vegna málsins en Foden snéri aftur nokkru síðar en leikurinn við Íslands er eini landsleikur Greenwood.
Mason Greenwood leikmaður Manchester United er nú grunaður um nauðgun og ofbeldi.
Greenwood var handtekinn á síðasta ári fyrir heimilisofbeldi en er nú laus gegn tryggingu á meðan lögregla rannsakar mál hans. Framherjinn fær þó ekki að mæta á æfingar hjá Manchester sem hefur sett hann í bann. Er Greenwood grunaður um kynferðisbrot, heimilisofbeldi og líflátshótanir í garð unnust sinnar.