Strákarnir sem halda úti hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá þénuðu báðir ágætlega á síðasta ári ef miðað er við samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð hefur verið fram.
Vilhjálmur Freyr og Andri Geir hafa vakið mikla athygli í þættinum en að auki starfa þeir báðir fyrir Viaplay.
Hlaðvarpsþátturinn Steve Dagskrá er einn vinsælasti hlaðvarpsþáttur landsins. Þátturinn er í grunninn um fótbolta en þeir félagar leyfa sér að fara um víðan völl í þættinum.
Vilhjálmur Freyr þénaði tæpar 900 þúsund krónur á síðasta ári samkvæmt greiddu útsvari en Andri Geir þénaði ögn minna en félagi. sinn
Laun Steve dagskrá bræðra:
Vilhjálmur Freyr Hallsson 864 þúsund
Andri Geir Gunnarsson – 709 þúsund
DV mun í samstarfi við Fréttablaðið skrifa upp netfréttir úr álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem munu birtast næstu daga.