Helstu stjórnendur í Knattspyrnusambandi Íslands þéna allir vel yfir milljón á mánuð samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð hefur verið fram.
Um er að ræða tekjuárið 2021 en Guðni Bergsson sagði þá starfi sínu lausu sem formaður KSÍ og við tók Vanda Sigurgeirsdóttir.
Guðni þénaði rúma 1,6 milljón á mánuði miðað við greitt útsvar en Vanda þénaði rúmum 200 þúsund krónum minna en Guðni.
Framkvæmdarstjóri sambandsins, Klara Bjartmarz var svo með tæpar 1,2 milljón á mánuði. Það gefur því vel í aðra hönd að vera í ábyrgðarstöðu í knattspyrnuheiminum á Íslandi.
DV mun í samstarfi við Fréttablaðið birta fréttir úr álagningarskrá Ríkisskattstjóra í dag og næstu daga.