Samkvæmt norska miðlinum Nettavisen eru stórlið Rosenborg og Víkingur Reykjavík að ná samkomulagi um að Kristall Máni Ingason fari í fyrrnefnda félagið.
Sagt er að Kristall ferðist til Þrándheims á dögunum til að fara í læknisskoðun og ganga frá smáatriðum.
Hinn tvítugi Kristall er gríðarlegt efni og hefur verið besti leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings í sumar.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði við 433.is á dögunum að líklegasta niðurstaðan yrði að Kristall Máni fari frá Víkingum í félagaskiptanum í þessum mánuði.
Nú virðist það vera að gerast og Rosenborg er líklegasti áfangastaðurinn um þessar mundir.
Kristall gekk í raðir Víkings frá FC Kaupmannahöfn árið 2020.