Barcelona hefur gefið vængmanninum Ousmane Dembele 48 klukkustundir til að ákveða framtíð sína. Sport segir frá.
Samningur Dembele við Börsunga rennur út á miðnætti á fimmtudag. Félagið vill hins vegar fá að vita hver ákvörðun Frakkans verður sólarhring áður en það gerist.
Dembele hafði verið orðaður við Chelsea en síðustu daga hefur fréttaflutningur verið á þá vegu að hann muni skrifa undir nýjan samning á Nývangi.
Hinn 25 ára gamli Dembele lék 21 leik í La Liga á síðustu leiktíð. Hann skoraði aðeins eitt mark en lagði upp þrettán.
Dembele gekk í raðir Börsunga árið 2017 frá Dortmund. Hann kostaði félagið 140 milljónir evra.