Enska úrvalsdeildin fer aftur að rúlla 5. ágúst. Nú rétt í þessu var leikjadagskráin tilkynnt.
Það er alltaf gaman að skoða hvaða lið eigast við í fyrstu umferðinni.
Annað árið í röð mun Arsenal opna mótð. Liðið heimsækir þá Crystal Palace föstudaginn 5. ágúst.
Englandsmeistarar Manchester City fara þá til Lundúna og mæta West Ham sunnudaginn 7. ágúst. Liverpool, sem var í harðri baráttu við City um titilinn á síðustu leiktíð, heimsækir nýliða Fulham.
Þá tekur Manchester United á móti Brighton og Chelsea heimsækir Everton.
Man Utd og Liverpool mætast á Old Trafford strax í þriðju umferð.
Hér fyrir neðan má sjá leikina í fyrstu umferð í heild.
The Premier League fixtures for the 2022/23 season have been RELEASED! 🚨
Here is how the opening weekend will look! 🍿
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 16, 2022
Með því að smella hér má sjá leikjadagskrá allra liða á vef BBC.