AC Milan er ítalskur meistari eftir 0-3 sigur á Sassuolo í dag.
Liðið var tveimur stigum á undan Inter í dag og þurfti því aðeins að treysta á sjálft sig.
Olivier Giroud kom Milan í 0-2 á fyrsta hálftíma leiksins. Franck Kessie bætti svo við þriðja markinu á 36.mínútu og það dugði til.
Inter kláraði sitt verkefni gen Sampdoria í sama tíma. Liðið vann einnig 3-0 sigur. Joaquin Correa gerði tvö mörk fyrir Inter og Ivan Perisic eitt.
Þetta er fyrsti Ítalíumeistaratitill AC Milan í ellefu ár.