fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Hiti í dómssalnum í dag er verjandi Rooney sótti hart að Vardy – ,,Ég veit að þetta lítur ekki vel út“

433
Miðvikudaginn 11. maí 2022 16:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meiðyrðamál Rebekuh Vardy gegn Coleen Rooney er nú fyrir dómsstólum og undanfarna daga hefur það verið tekið fyrir og það mun einnig verða gert næstu daga. Verjandi Rooney sótti hart að Rebekuh Vardy í dag, sakaði hana meðal annars um lygar og lagði fyrir hana nokkur mál sem hann vill meina að Vardy tengist beint en hún þverneitar.

Málið tengist inn í enska boltann en Jamie Vardy, framherji Leicester City er eiginmaður Rebekuh og Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Derby County og fyrrum leikmaður Manchester United er eiginmaður Coleenar.

Co­leen Roon­ey hefur áður sakað Var­dy um að leka upp­lýsingum um einka­líf Roon­ey-fjöl­skyldunnar í fjöl­miðilinn The Sun og upplegg verjanda Rooney í dag var að koma með fleiri sambærileg mál til sögunnar, mál sem hann segir tengjast því að Rebekah Vardy eða umboðsmaður hennar fyrir tilstilli Vardy, hafi lekið upplýsingum um til fjölmiðla gegn greiðslu.

Vardy þurfti til að mynda að grípa til varna í dag er mál sem tengdust Riyad Mahrez, leikmanni Manchester City og fyrrum liðsfélaga eiginmanns hennar sem og máli sem tengdist öðrum liðsfélaga eiginmanns hennar, Danny Drinkwater.

Til að mynda voru lögð fram textaskilaboð sem Rebekah Vardy sendi á umboðsmann sinn um atvik sem átti sér stað þegar að Mahrez mætti ekki á æfingu hjá Leicester. Í skilaboðunum sagði Vardy að liðfélagar Mahrez væru brjálaðir út í hann.

,,Ég veit að þetta lítur ekki vel út en þetta var bara slúður um eitt­hvað sem var nú þegar vit­neskja um hjá al­menningi, þetta var bara slúður,“sagði Rebekah í vitnastúkunni í dag en hún sagðist ekki með það hafa að málið hafi ratað í fjölmiðla.

Hún var ósammála fullyrðingu Davids Sherbourne, verjanda Rooney um að hún hefði lekið upplýsingum um málið gegn greiðslu. ,,,Þetta hefur ekkert með mig að gera, þessi saga kom 100% ekki frá mér né um­boðs­manni mínum.“

Rebekah Vardy mætir í dómssal í morgun/ GettyImages

Skilaboðin slæm fyrir Vardy

Þá dró verjandi Rooney einnig upp fréttamál er varðaði Danny Drinkwater, fyrrum liðsfélaga eiginmanns hennar en hann var handtekinn eftir að hafa klessukeyrt bíl sinn undir áhrifum áfengis með þeim afleiðingum að tvær stelpur sem voru með honum í bílnum þurftu að fara á sjúkrahús.

Sherbourne lagði fram textaskilaboð milli Vardys og umboðsmanns hennar Caroline Watts sem sönnunargögn.

,,,Frétt……Danny Drin­kwa­ter hand­tekinn,“ sendi Vardy til Caroline sem svaraði þá með spurningu þess efnis fyrir hvað hann hafi verið hand­tekinn. ,,Klessu­keyrði bíl sinn og var undir á­hrifum á­fengis og tvær stelpur með í bílnum. Báðar á spítala með brotin rif­bein. Ný­sloppinn úr fanga­klefa. Ég vil greiðslu fyrir þetta,“ svaraði Vardy þá.

Vardy komst síðan að því stuttu seinna að einhver hefði verið á undan henni að koma upplýsingum til fjölmiðla. ,,Fjandinn, það er ein­hver búinn að koma þessu frá sér. Ég er brjáluð yfir því að hafa ekki sent þér þetta fyrr.“ 

Verjandi Rooney spurði Vardy þá í dag hvort hún væri brjáluð vegna þess að hún myndi þá ekki fá greitt fyrir upplýsingarnar. ,,Ég veit það ekki,“ var svar Vardy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli