fbpx
Fimmtudagur 17.október 2024
433Sport

Sambandsdeildin: Ísak á skotskónum í markaleik

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 10. mars 2022 22:06

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seinni leikjum kvöldsins í Sambandsdeild Evrópu var að ljúka rétt í þessu.

Ísak Bergmann Jóhannesson og Andri Fannar Baldursson voru báðir í leikmannahópi FC Kaupmannahöfn er liðið sótti PSV heim. Ísak var í byrjunarliðinu en Andri Fannar byrjaði leikinn á bekknum.

Ísak kom sínum mönnum í forystu strax á 6. mínútu þegar hann tók snertingu framhjá markverði PSV og setti boltann í autt markið.

Cody Gakpo jafnaði fyrir PSV á 21. mínútu en Pep Biel kom danska liðinu aftur í forystu tveimur mínútum síðar. Lukas Lerager bætti við þriðja marki FCK á 43. mínútu og staðan 3-1 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Heimamönnum tókst að jafna í 3-3 áður en Pep Biel kom FCK aftur yfir á 78. mínútu en Eran Zahavi svaraði fyrir PSV með marki á 85. mínútu og lokatölur 4-4 í miklum markaleik.

Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt mættu AZ Alkmaar. Amahl Pellegrino kom Noregsmeisturunum yfir á 39. mínútu eftir stoðsendingu frá Alfons. Zakaria Aboukhlal jafnaði fyrir AZ á 75. mínútu en Ola Solbakken tryggði Bodö sigurinn í fyrri viðureign liðanna með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Þá vann Leicester 2-0 sigur á Rennes. Marc Albrighton og Kelechi Ihenacho gerðu mörk enska liðsins. Marseille vann Basel 2-1 á heimavelli. Arkadiusz Milik skoraði bæði mörk Marseille.

Bodö/Glimt 2 – 1 AZ
1-0 Amahl Pellegrino (’39)
1-1 Zakaria Aboukhlal (’75)
2-1 Ola Solbakken (’90+1, vít)

Leicester 2– 0 Rennes
1-0 Marc Albrighton (’30)
2-0 Kelechi Iheanacho (90+3)

Marseille 2– 1 Basel
1-0 Arkadiusz Milik (’19, víti)
2-0 Arkadiusz Milik (’68)
2-1 Sebastiano Esposito

PSV 4 – 4 FCK
0-1 Ísak Bergmann Jóhannesson (‘6)
1-1 Cody Gakpo (’21)
1-2 Pep Biel (’23)
1-3 Lukas Lerager (’43)
2-3 Ritsu Doan (’50)
3-3 Cody Gakpo (’70)
3-4 Pep Biel (’78)
4-4 Eran Zahavi (’85)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þrír Íslendingar komast á lista yfir þá mest spennandi á Norðurlöndum

Þrír Íslendingar komast á lista yfir þá mest spennandi á Norðurlöndum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bjarni vill Age Hareide burt og nefnir þann aðila sem hann vill sjá taka við

Bjarni vill Age Hareide burt og nefnir þann aðila sem hann vill sjá taka við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Virtur fjölmiðill heldur því fram að Trent sé efstur á blaði Real og félagið muni gera allt

Virtur fjölmiðill heldur því fram að Trent sé efstur á blaði Real og félagið muni gera allt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein vinsælasta stjarnan í dag var tekin í bólinu af systur sinni – Kostulegt myndband sem hún birti

Ein vinsælasta stjarnan í dag var tekin í bólinu af systur sinni – Kostulegt myndband sem hún birti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir frá fundi með Guardiola sem sannfærði hann um að vera áfram

Segir frá fundi með Guardiola sem sannfærði hann um að vera áfram
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vill ekki lengur vera Englendingur eftir tíðindi dagsins – „Ég er formlega orðinn Íslendingur“

Vill ekki lengur vera Englendingur eftir tíðindi dagsins – „Ég er formlega orðinn Íslendingur“
433Sport
Í gær

Ten Hag sagður meðvitaður um það að hann sé tæpur í starfi

Ten Hag sagður meðvitaður um það að hann sé tæpur í starfi
433Sport
Í gær

United setur vermiða á Antony fyrir janúar – Mikil lækkun frá kaupverðinu

United setur vermiða á Antony fyrir janúar – Mikil lækkun frá kaupverðinu