Óskar Örn Hauksson er mættur í Grindavík og spilar með liðinu í Lengjudeildinni á næstu leiktíð.
Jóhann Már Helgason sérfræðingur Dr. Football segir frá þessu.
Óskar rifti samningi sínum við Stjörnuna á dögunum en hann hefur undanfarið verið í viðræðum við Njarðvík og Grindavík auk fleiri liða.
Óskar ólst upp í Njarðvík en steig sín fyrstu skref í efstu deild með Grindavík.
Óskar lék með Grindavík frá 2004 til 2006 en þá fór hann í KR. Óskar lék með KR til ársins 2021 en lék eitt ár með Stjörnunni.
Óskar er 38 ára gamall en Grindavík ætlar sér upp á næstu leiktíð með Guðjón Pétur Lýðsson, Einar Karl Ingvarsson og fleiri. Auk þess sem Helgi Sigurðsson var ráðinn þjálfari liðsins.
Óskar Örn spilar með Grindavík á næstu leiktíð. ✅ 🟡🔵
— Jóhann Már Helgason (@Joimar) December 9, 2022