Kieran Trippier, leikmaður Englands og Newcaste, hefur nefnt besta leikmann sem hann hefur spilað með á ferlinum.
Trippier hefur spilað með ófáum góðum leikmönnum og má nefna Harry Kane, Antoine Griezmann og Son Heung-Min.
Enginn af þeir urðu þó fyrir valinu heldur miðjumaðurinn Mousa Dembele sem var frábær fyrir Tottenham á sínum tíma.
Dembele er sá besti sem Trippier hefur leikið með en hann hefur í dag lagt skóna á hilluna.
,,Besti leikmaður sem ég hef spilað með hlýtur að vera Mousa Dembele, þegar ég var hjá Tottenham,“ sagði Trippier.
,,Þetta var töframaður með boltann og ég hef aldrei séð annan eins leikmann – ég þarf að segja hann.“