fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir og heimsbyggðin bregst við andláti Pelé – „Fyrir komu Pelé var fótbolti bara íþrótt, hann breytti öllu“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 30. desember 2022 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíska knatt­­spyrnu­­goð­­sagnarinnar Pelé er minnst um allan heim þessar klukku­stundirnar en þessi merki knatt­spyrnu­maður lést í gær, 82 ára að aldri, eftir lang­vinn veikindi. Pelé hafði verið inni­liggjandi á sjúkra­húsi í langan tíma og hafði undan­farnar vikur verið á Albert Ein­stein sjúkra­húsinu í Sao Pau­lo, um­vafinn fjöl­skyldu sinni.

Pelé verður minnst sem einn besti knatt­­spyrnu­­maður sögunnar og til marks um þau á­hrif sem hann hafði á fólk á sinni lífs­leið í gegnum í­þróttina er vart hægt að finna þann fjöl­miðil sem ekki er að minnast hans þessar klukku­stundirnar. Þá eru færslur og minningar­orð um Pelé afar á­berandi á sam­fé­lags­miðlum.

Þriggja daga þjóðar­sorg hefur verið lýst yfir í Brasilíu sem er einnig til marks um á­hrifin sem Pelé hafði í gegnum knatt­­spyrnu­­iðkun sína. Margir þekktir ein­staklingar, sem og fé­lög innan og utan knatt­spyrnu­hreyfingarinnar, minnast Pelé og votta fjöl­skyldu hans sem og brasilísku þjóðinni, sam­úð sína.

Samlandi hans, brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur fengið að heyra sinn skerf af sögum bæði af og frá Pelé.

„Fyrir Pelé var 10 bara númer. Ég myndi taka dýpra í árina og segja að fyrir Pelé hafi fótbolti bara verið íþrótt. Pelé breytti öllu, hann gerði fótbolta að list, að skemmtun. Hann gaf fátækum og minnihlutahópum rödd. Hann dró kastljósið að Brasilíu.  Fótboltinn og Brasilía hafa bætt stöðu sína þökk sé konunginum. Nú er hann farinn en töfrar hans eru enn til staðar. Pelé er eilífur!“

Lionel Messi, nýkrýndur heimsmeistari með argentínska landsliðinu er einn þeirra sem vottar Pelé virðingu sína á sam­fé­lags­miðlum. „Hvíl í friði Pelé,“ skrifar Messi í færslu á sam­fé­lags­miðlum.

Cristiano Ron­aldo gerir slíkt hið sama.

„Það eitt að „kveðja“ hinn ei­lífa Pelé mun aldrei duga til að tjá sárs­aukann sem um­vefur allan fót­bolta­heiminn á þessari stundu. Inn­blástur fyrir svo margar milljónir,“ skrifar Ron­aldo og sendir fjöl­skyldu Pelé einnig sam­úðar­kveðju.

Sir Geoff Hurst, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður Englands í knattspyrnu mætti Pelé á sínum knattspyrnuferli.

„Ég á svo margar minningar af Pelé, hann er án nokkurs vafa besti leikmaður sem ég hef mætt á vellinum. Fyrir mitt leiti er Pelé besti leikmaður sögunnar og ég er stoltur af því að hafa deilt með honum knattspyrnuvellinum. Hvíl í friði Pelé og takk fyrir mig.“

Kyli­an Mbappe, stjörnu­fram­herji Paris Saint-Germain og franska lands­liðsins naut þeirrar gæfu að hitta Pelé og segir hann konung knatt­spyrnunnar nú hafa kvatt sviðið. „Arf­leifð hans mun hins vegar aldrei gleymast. Hvíl í friði.

Mörg af stærstu knatt­spyrnu­fé­lögum heims minnast Pelé einnig og senda fjöl­skyldu hans sam­úðar­kveðju.

„Pelé er einn besti leik­maður knatt­spyrnu­sögunnar og sem einn þekktasti í­þrótta­maður heims­byggðarinnar skildi hann sam­einingar­kraftinn sem býr í í­þróttum. Hugur okkar er hjá fjöl­skyldu hanns og öllum þeim sem elskuðu og dáðu Pelé,“ skrifar Barack Obama, fyrrum Banda­ríkja­for­seti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna