fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
433Sport

Vendingar á fréttum frá Sádi-Arabíu – Ronaldo ekki sá eini

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. desember 2022 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru háværir orðrómar um að Cristiano Ronaldo verði leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu á næstunni.

Hann varð samningslaus í síðasta mánuði þegar samningi hans við Manchester United var rift í kjölfar þess að hann fór í umdeilt viðtal við Piers Morgan.

Talið er að næsti áfangastaður hins 37 ára gamla Ronaldo sé Al-Nassr.

Nú segir Marca á Spáni hins vegar frá því að Ronaldo sé ekki eini leikmaðurinn sem Sádarnir ætla að fá til liðs við sig.

Miðillinn segir að einnig sé verið að undirbúa samningsboð fyrir Sergio Ramos.

Miðvörðurinn er þessa stundina á mála hjá Paris Saint-Germain en samningur hans þar rennur út næsta sumar. Al-Nassr myndi ekki reyna að fá hann fyrr en þá.

Ramos og Ronaldo voru áður liðsfélagar hjá Real Madrid.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Inter vill fá meiðslapésa frá Manchester United næsta sumar

Inter vill fá meiðslapésa frá Manchester United næsta sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þénar 18 milljónir á mánuði en þekktur pabbi hennar er reiður – „Þú ert hóra“

Þénar 18 milljónir á mánuði en þekktur pabbi hennar er reiður – „Þú ert hóra“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Verðugt verkefni fyrir landsliðið í Frakklandi í kvöld

Verðugt verkefni fyrir landsliðið í Frakklandi í kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íslenskir dómarar verða í sviðsljósinu í Ungverjalandi í kvöld

Íslenskir dómarar verða í sviðsljósinu í Ungverjalandi í kvöld