Joao Santos, umboðsmaður Jorginho, segir að Chelsea hafi boðið leikmanninum nýjan samning.
Samningur Jorginho við Chelsea er að renna út í sumar. Hann hefur verið orðaður við félög á borð við Napoli og Newcastle.
Miðað við ummæli Santos eru þó líkur á að miðjumaðurinn verði áfram á Stamford Bridge.
„Við höfum fengið tilboð frá Chelsea um nýjan samning. Það er því í forgangi hjá okkur að ræða við Chelsea,“ segir hann í samtali við fjölmiðla.
Jorginho er orðinn 31 árs gamall. Hann hefur verið á mála hjá Chelsea síðan 2018.