Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var eitthvað pirraður á gangi mála í leik sinna manna við Leeds í ensku úrvalsdeildinni í gær.
City vann leikinn 3-1 með tveimur mörkum frá Erling Braut Haalad og einu frá Rodri.
Seint í leiknum pirraðist Guardiola og sparkaði í flösku á hliðarlínunni.
Spánverjinn sá þó strax eftir gjörðum sínum og hélt um höfuð sér.
Úr varð ansi skemmtilegt atvik sem má sjá hér neðar.
City er í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Arsenal.
O Guardiola nunca foi 100% são pic.twitter.com/8WLx7263Ul
— Marcelo Bechler (@marcelobechler) December 28, 2022