Manchester City er óvænt að íhuga það að fá til sín sóknarmann á næsta ári sem gæti reynst liðinu rándýr.
Football Italia greinir frá þessu en leikmaðurinn umræddi er Rafael Leao sem spilar með AC Milan.
Leao er einn eftirsóttasti framherji heims og er einnig orðaður við Chelsea sem spilar í sömu deild.
Football Italia segir að Man City sé tilbúið að tvöfalda laun Leao ef hann gengur í raðir félagsins og myndi hann þá þéna 12 milljónir evra fyrir hvert tímabil.
Leao er einn mikilvægasti leikmaður Milan en yrði í minna hlutverki hjá Man City eftir komu Erling Haaland í sumar.
Leao getur þó leyst aðrar stöður framarlega á vellinum en hópur Man City er þéttur og vantar lítið upp á breiddina þessa stundina.