Marco Verratti hefur skrifað undir nýjan samning við franska stórveldið Paris Saint-Germain.
Hinn þrítugi Verratti hefur verið hjá PSG í áratug, en hann kom frá Pescara í heimalandinu, Ítalíu.
Kappinn hefur verið lykilmaður á miðjunni hjá PSG. Hann hefur átta sinnum orðið Frakklandsmeistari með félaginu.
Nýr samningur Verratti gildir til 2026.
Verratti er einnig lykilmaður í ítalska landsliðinu. Þar hefur hann spilað 51 leik.
🆕❤️💙 #Verratti2026 pic.twitter.com/fq7hAopVHn
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) December 28, 2022