Cody Gakpo hefur staðfest það við fjölmiðla að Virgil van Dijk eigi stóran þátt í því að hann sé að ganga í raðir Liverpool.
Hinn 23 ára gamli Gakpo kemur til Liverpool frá PSV. Enska félagið borgar í heildina um 45 milljónir punda en 37 milljónir strax.
Kappinn hafði verið sterklega orðaður við Manchester United en hann endar á Anfield.
Það hefur mikið verið í fréttum að Van Dijk hafi haft áhrif á það að Gakpo valdi Liverpool er þeir voru saman með hollenska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar.
„Við töluðum mikið saman í síma undanfarna daga,“ segir Gakpo.
„Hann sagði mér að þetta væri rétta skrefið fyrir mig á þessum tímapunkti til að þróa mig sem leikmaður og verða betri. Hann sagði mér að félagið væri risastórt en líka eins og fjölskylda. Það er mjög mikilvægt fyrir mig.“
Gakpo hlakkar til að spila með Van Dijk.
„Ég er ánægður að hann sé hér. Hann getur hjálpað mér með margt. Ég er svo þakklátur fyrir að vera kominn hingað.“