Umboðsmaður Karim Benzema skaut á Didier Deschamps, landsliðsþjálfara Frakklands, á dögunum eftir að HM í Katar lauk.
Benzema var aldrei hluti af franska landsliðinu í mótinu en hann meiddist snemma og var tjáð að fara heim.
Framherjinn jafnaði sig þó nokkuð fljótt og miðað við orð umboðsmanns hans, Karim Djaziri, gat hann leikið í útsláttarkeppninni.
Deschamps virtist þó ekki hafa áhuga á að nota Benzema en liðið fór alla leið í úrslit og tapaði þar gegn Argentínu.
,,Ég ræddi við þrjá sérfræðinga sem staðfestu það að Benzema hefði verið klár frá 16-liða úrslitum og áfram. Af hverju baðstu hann um að fara heim svona snemma?“ skrifað’i Djaziri.