Sonur Cristiano Ronaldo er genginn aftur í raðir Real Madrid, en hann fer inn í akademíu félagsins.
Hann er tólf ára gamall og var áður hjá Real Madrid þegar faðir hans lék þar. Eftir það fylgdi hann Ronaldo eldri til Juventus og síðar Manchester United,
Ronaldo eldri rifti samningi sínum við United á dögunum og er í leit að nýju félagi. Það er talið líklegast að hann endi hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu og fái fyrir það himinnháar fjárhæðir.
Á meðan hann er samningslaus æfir hann þó með Real Madrid.
Ronaldo yngri raðaði inn mörkum fyrir barnalið Real Madrid síðast þegar hann var þar og er nú mættur aftur.