Aaron Ramsey er enn ekki mættur til æfinga hjá franska félaginu Nice eftir HM í Katar lauk fyrir welska landsliðið.
Wales datt úr keppni í riðlakeppninni og hefur haft nægan tíma til að komast aftur til Nice en er enn í fríi.
Wales datt úr leik þann 29. nóvember og er því mánuður síðan liðið kvaddi Katar og hélt heimleiðis.
Lucian Favre, stjóri Nice, hefur ekki séð til Ramsey síðan þá en félagið er enn að bíða eftir hans komu.
,,Nei hann er ekki mættur aftur. Ég held að hann sé enn að jafna sig eftir HM,“ sagði Favre.
,,Hann var svo vonsvikinn með niðurstöðuna á HM. Hann mun taka sinn tíma í að jafna sig algjörlega.“