Liverpool er búið að tryggja sér hinn efnilega Cody Gakpo sem gengur í raðir félagsins frá PSV Eindhoven í Hollandi.
Gakpo er nýjasta stjarna Hollands og var einn allra besti leikmaður landsins á HM í Katar í vetur.
lLiverpool hefur staðfest komu leikmannsins sem á aðeins eftir að fá atvinnuleyfi.
Manchester United var sterklega orðað við Gakpo og var leikmaðurinn reiðubúinn að fara þangað.
Man Utd tók hins vegar enga ákvörðun um að leggja fram tilboð í vængmanninn.
Gakpo er 193 sentímetrar á hæð og hefur skorað 36 deildarmörk í 106 leikjum fyrir PSV á ferlinum.
We have reached an agreement for the transfer of Cody Gakpo from PSV Eindhoven, subject to a work permit, and the forward will join at the start of the January transfer window 🙌
— Liverpool FC (@LFC) December 28, 2022