Cody Gakpo er mættur til Englands í læknisskoðun en hann er að ganga í raðir Liverpool.
Liverpool mun alls greiða PSV um 45 milljónir punda fyrir þjónustu hins 23 ára gamla Gakpo. Félagið greiðir PSV 37 milljónir punda strax og á svo restin eftir að bætast ofan á.
Gakpo mun að öllum líkindum ganga formlega til liðs við Liverpool nú þegar janúarglugginn opnar.
Tölfræði Gakpo í hollensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð er hreint ótrúleg. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp tólf í fjórtán leikjum.
Kappinn getur leyst allar stöður fremst á vellinum.
Liverpool sigraði baráttuna við Manchester United um Gakpo, en flestir höfðu talið líklegra að leikmaðurinn endaði á Old Trafford.