Rafael Leao, leikmaður AC Milan, hefur gefið í skyn að hann sé reiðubúinn að skoða það að ganga í raðir Arsenal.
Leao er einn eftirsóttasti framherji heims en hann hefur spilað mjög vel með Milan á þessu ári og var orðaður við Chelsea síðasta sumar.
Þessi 23 ára gamli leikmaður gæti reynst möguleiki fyrir Arsenal í janúarglugganum eftir meiðsli Gabriel Jesus á HM í Katar.
Leao segist vera ánægður í Milan en bendir á að hann sé sérstaklega hrifinn af einu liði í Evrópu og er það topplið Englands, Arsenal.
,,Ég hef séð marga leiki á þessu ári, ég er mjög hrifinn af Arsenal, þeir spila skemmtilegan bolta,“ sagði Leao.
,,Ég er þó 100 prósent einbeittur að Milan, ég er hjá frábæru félagi og er smaningsbundinn. Ég er líka hrifinn af borginni.“