Það fer fram einn leikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Leeds og Manchester City eigast við.
Þessi leikur er þýðingarmikill fyrir Erling Haaland sem spilar með Man City og er markahæsti leikmaður deildarinnar.
Haaland fæddist í Leeds en faðir hans, Alf-Inge Haaland, spilaði með liðinu á sínum tíma.
Haaland er að sjálfsögðu í byrjunarliðinu í kvöld og mun freista þess að skora allavega sitt 19. mark í vetur.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Leeds: Meslier, Kristensen, Struijk, Cooper, Koch, Roca, Forshaw, Aaronson, Gnonto, Greenwood, Rodrigo.
Man City: Ederson, Lewis, Ake, Stones, Akanji, Gundogan, Rodri, De Bruyne, Grealish, Mahrez, Haaland.